Þrír skipstjórar Herjólfs segja í viðtölum við héraðsfréttablaðið Fréttir í Vestmannaeyjum, að Landeyjahöfn sé ekki tilbúin.
Fram kom í fréttum RÚV að einn skipstjóranna segi, að loka þurfi höfninni frá janúar til apríl verði ekkert að gert.
Ívar Gunnlaugsson, einn skipstjóranna segir í viðtalinu, að þeir séu beittir miklum þrýstingi en hann láti farþega og skip njóta vafans og sigli ekki út í óvissu.
Steinar Magnússon segir, að sSiglingastofnun eigi að setja upp líkan af höfninni til að rannsaka aðstæður, líkt og gert var við undirbúning hafnargerðarinnar. Ef ekkert verði gert verði Landeyjahöfn það sem hann kallar góðviðrishöfn.
Guðlaugur Ólafsson gagnrýnir að fækkað hafi verið í áhöfn skipsins og segir að verið sé
að veita afslátt af öryggi. Segir hann að Siglingastofnun hafi kynnt verkefnið
á röngum forsendum, óraunhæft hafi verið að ganga út frá því að strax í upphafi
yrði höfnin opin í meira en 90% tilfella.