Skaftárhlaup að hefjast

Oddsteinn Kristjánsson, bóndi í Hvammi, við eitt af fyrri Skaftárhlaupum.
Oddsteinn Kristjánsson, bóndi í Hvammi, við eitt af fyrri Skaftárhlaupum. mbl.is/RAX

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir, að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá vatna­mæl­inga­mönn­um Veður­stofu Íslands sé hlaup að hefjast í Skaftá. Skaftá hljóp einnig í júní í fyrra. Hlaup­in voru tvö, það fyrra hófst 20. júní og það síðara 27. júní.

Í Skaft­ár­hlaup­um get­ur vatn farið yfir Skaft­ár­tungu­veg við Hvamm og veg­ur­inn í Skaft­ár­dal lokast. Þá kem­ur fyr­ir, að vatn fari yfir veg­inn við Hóla­skjól á Fjalla­bak­sleið nyrðri.

Upp­tök Skaft­ár eru í Skaft­ár­jökli í Vatna­jökli aust­an við Langa­sjó. Fólki er ráðlagt að vera ekki ná­lægt upp­tök­um Skaft­ár eða í lægðum meðfram henni vegna meng­un­ar af völd­um brenni­steinsvetn­is, en brenni­steinsvetni get­ur skaðað slím­húð í aug­um og önd­un­ar­vegi.

Skaft­ár­hlaup koma úr tveim­ur kötl­um í Vatna­jökli. Þar eru jarðhita­svæði sem bræða jök­ul­inn án af­láts en vatnið slepp­ur ekki burt vegna þess að þar er lægð í yf­ir­borð jök­uls­ins. Hlaup úr eystri katl­in­um eru jafn­an stærri en þau sem koma úr vest­ari katl­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert