Verður við minningarathöfn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, heldur í dag til Noregs, en á morgun verður hún viðstödd minningarathöfn um fórnarlömb árásanna í Útey og miðborg Oslóar í síðustu viku.

Minningarathöfnin verður á vegum Verkamannaflokksins norska og ungliðahreyfingar hans og fer fram í Húsi fólksins, húsakynnum alþýðusambands Noregs, í Osló. Voðaverkunum í Útey var sem kunnugt er beint að ungliðum Verkamannaflokksins og féllu tugir þeirra í árásunum.

Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu fer Jóhanna ekki í opinberum erindagjörðum, heldur sem formaður Samfylkingarinnar. Formönnum jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndunum er boðið að vera viðstaddir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert