Aukin makrílveiði

Makríll.
Makríll.

Svo virðist sem að aukinn kraftur sé að færast í makrílveiðar íslenskra skipa fyrir austan landið í kjölfar hækkandi sjávarhita.

Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey NS, segir umtalsverða breytingu hafa orðið síðustu dagana en sjávarhitinn hafi hækkað á tiltölulega skömmum tíma um allt að 2,5 gráður.

Lundey er væntanleg til Vopnafjarðar síðdegis með um 500 tonna makrílafla. Skipið var að veiðum í Hvalbakshallinu og Rósagarðinum og fékkst þessi afli í þremur holum á tæpum sólarhring, segir á vef HB Granda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert