Ekki stuðlað að ofbeldi

Auglýsingin utan á versluninni Choke. Á ensku stendur þar „Beating …
Auglýsingin utan á versluninni Choke. Á ensku stendur þar „Beating people up is a positive thing“. Eggert Jóhannesson

Marg­ir hafa tekið eft­ir aug­lýs­ingu á horni Háa­leit­is­braut­ar og Ármúla þar sem maður sést reiða til höggs gegn liggj­andi manni und­ir slag­orðinu „Það er já­kvætt að berja fólk“ [e. Beating people up is a positi­ve thing]. Eig­andi versl­un­ar­inn­ar Choke seg­ir marga hafa mis­skilið setn­ing­una sem sé til­vitn­un í fræg­an bar­dag­aíþrótta­mann en ekki hvatn­ing til of­beld­is.

„Þetta er til­vitn­un í Tank Ab­bott, einn af upp­haf­legu MMA-köpp­un­um eða blönduðum bar­dag­aíþrótt­um sem Árni Ísaks­son og Gunn­ar Nel­son hafa verið að gera það gott í úti í heimi,“ seg­ir Sig­ur­gísli Mel­berg Páls­son, eig­andi versl­un­ar­inn­ar Choke sem sel­ur ýms­ar vör­ur tengd­ar bar­dag­aíþrótt­um.

Á mynd­inni sést bar­dag­aíþróttamaður­inn All­ist­ar Ov­ereem sem er á samn­ingi hjá vöru­fram­leiðand­an­um Haya­busa sem er um­svifa­mik­ill í þess­um bransa.

Sig­ur­gísli seg­ir nokkuð hafa borið á því að eldra fólk mis­skilji slag­orðið og telji að verið sé að stuðla að of­beldi. Það sé langt því frá rétt og ekk­ert sér at­huga­vert við aug­lýs­ing­una.

„Fólk slæst í hringn­um, ekki utan hans. Setn­ing­in er tví­ræð. Fólk get­ur túlkað þetta í báðar átt­ir en þetta er vís­un í Ab­bott. Þetta er vís­un í mann sem á fulla virðingu skilið sem upp­runa­leg­ur meðlim­ur í MMA,“ seg­ir Sig­ur­gísli. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert