Frumvarpið afhent Alþingi

Frá fyrsta fundi stjórnlagaráðs.
Frá fyrsta fundi stjórnlagaráðs. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, afhenti Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 

Ásta Ragnheiður sagði í ávarpi sínu að það væri henni heiður að taka við frumvarpinu. Hún sagði að hún myndi kynna frumvarpið á næsta fundi forsætisnefndar Alþingis og það yrði jafnframt kynnt formönnum allra þingflokka. 

„Ég geri ráð fyrir að ný fastanefnd Alþingis, stjórnskipunarnefnd, muni koma mikið að meðferð málsins og fá til sín meðlimi stjórnlagaráðs til ráðgjafar og upplýsingar.“

Ásta sagði ennfremur að vonir hennar stæðu til þess að Íslendingar myndu eignast nýja stjórnarskrá „sem þeir ekki einungis verða sáttir við, heldur stoltir af“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert