Frumvarpið afhent Alþingi

Frá fyrsta fundi stjórnlagaráðs.
Frá fyrsta fundi stjórnlagaráðs. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sal­vör Nor­dal, formaður stjórn­lagaráðs, af­henti Ástu Ragn­heiði Jó­hann­es­dótt­ur, for­seta Alþing­is, nýtt frum­varp til stjórn­skip­un­ar­laga á blaðamanna­fundi í Iðnó í morg­un. 

Ásta Ragn­heiður sagði í ávarpi sínu að það væri henni heiður að taka við frum­varp­inu. Hún sagði að hún myndi kynna frum­varpið á næsta fundi for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is og það yrði jafn­framt kynnt for­mönn­um allra þing­flokka. 

„Ég geri ráð fyr­ir að ný fasta­nefnd Alþing­is, stjórn­skip­un­ar­nefnd, muni koma mikið að meðferð máls­ins og fá til sín meðlimi stjórn­lagaráðs til ráðgjaf­ar og upp­lýs­ing­ar.“

Ásta sagði enn­frem­ur að von­ir henn­ar stæðu til þess að Íslend­ing­ar myndu eign­ast nýja stjórn­ar­skrá „sem þeir ekki ein­ung­is verða sátt­ir við, held­ur stolt­ir af“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert