Hafa misst af tækifærinu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. mbl.is/Helgi

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur heimilað Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að leigja skurðstofur stofnunarinnar út til einkaaðila. Tilboð sem bárust í desember runnu hins vegar út 9. mars.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, óttast að Heilbrigðisstofnunin sé búin að missa af tækifærinu, a.m.k. séu þeir sem gerðu tilboð ekki lengur bundnir af tilboðinu.

Þetta mál á sér talsvert langan aðdraganda, en vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu var ákveðið að loka skurðstofunum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Heimamenn höfðu áhuga á að leigja þær til einkaaðila, m.a. til að skapa atvinnu á Suðurnesjum.

Veruleg andstaða var hins vegar í ríkisstjórninni við hugmyndir um að einkavæða skurðstofurnar og málið tafðist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert