Heilmikil stemning í Eyjum

Þjóðhátíð í Eyjum
Þjóðhátíð í Eyjum mynd/Óskar P. Friðriksson

Rigning hefur verið í Vestmannaeyjum í dag en stytt hefur upp á síðustu mínútum segir Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar. „Hér er hægvirði, notalegt og heilmikil stemning.“ Hann segist vona að veðrið hangi þurrt fram yfir brennuna sem kveikt verður í á miðnætti að venju.

Páll Óskar er nú að gera sig tilbúinn til að stíga á stokk og flytja þjóðhátíðarlagið í ár sem ber nafnið „La Dolce Vita“. Síðar í kvöld koma svo meðal annars fram Mannakorn, Friðrik Dór og Blaz Roca.

Hápunktur kvöldsins er hin árlega brenna sem kveikt verður í á miðnætti.

„Við vonum að það verði þurrt þá, það er að minnsta kosti einhver uppstyttingur núna. Ég er ánægður með það. Ég vona að hann hangi fram yfir brennu,“ segir Páll. 

Dalurinn.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert