Heilmikil stemning í Eyjum

Þjóðhátíð í Eyjum
Þjóðhátíð í Eyjum mynd/Óskar P. Friðriksson

Rign­ing hef­ur verið í Vest­manna­eyj­um í dag en stytt hef­ur upp á síðustu mín­út­um seg­ir Páll Scheving, formaður þjóðhátíðar­nefnd­ar. „Hér er hæg­v­irði, nota­legt og heil­mik­il stemn­ing.“ Hann seg­ist vona að veðrið hangi þurrt fram yfir brenn­una sem kveikt verður í á miðnætti að venju.

Páll Óskar er nú að gera sig til­bú­inn til að stíga á stokk og flytja þjóðhátíðarlagið í ár sem ber nafnið „La Dolce Vita“. Síðar í kvöld koma svo meðal ann­ars fram Manna­korn, Friðrik Dór og Blaz Roca.

Hápunkt­ur kvölds­ins er hin ár­lega brenna sem kveikt verður í á miðnætti.

„Við von­um að það verði þurrt þá, það er að minnsta kosti ein­hver upp­stytt­ing­ur núna. Ég er ánægður með það. Ég vona að hann hangi fram yfir brennu,“ seg­ir Páll. 

Dal­ur­inn.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert