Svört starfsemi í blóma

Vísbendingar eru um að margir láti gera við bílinn „svart“.
Vísbendingar eru um að margir láti gera við bílinn „svart“. mbl.is/Ómar

„Skatt­ar hafa auk­ist mikið upp á síðkastið og verður að ætla að ein­hverj­ir sjái hag sín­um bet­ur borgið með því að vinna svart en að gefa vinn­una upp til skatts.“

Þetta seg­ir Özur Lárus­son, fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins, um ein­yrkja sem gera við bif­reiðar án þess að gefa það upp til skatts. Hann hafi heyrt sömu sögu úr öðrum stétt­um og nefn­ir hár­skera.

Í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Guðmund­ur Gunn­ars­son, fv. formaður Rafiðnaðarsam­bands­ins, einnig að marg­ir vinni svart. „Það er gó­sentíð í svarta hag­kerf­inu. Neðanj­arðar­hag­kerfið hef­ur vaxið frek­ar en hitt frá hruni. Þetta er þróun sem nær­ist á víta­hring í hag­kerf­inu,“ seg­ir Guðmund­ur og kveðst aðspurður eiga við að minni kaup­mátt­ur og veik­ara gengi ýti und­ir „svarta“ starf­semi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka