Svört starfsemi í blóma

Vísbendingar eru um að margir láti gera við bílinn „svart“.
Vísbendingar eru um að margir láti gera við bílinn „svart“. mbl.is/Ómar

„Skattar hafa aukist mikið upp á síðkastið og verður að ætla að einhverjir sjái hag sínum betur borgið með því að vinna svart en að gefa vinnuna upp til skatts.“

Þetta segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, um einyrkja sem gera við bifreiðar án þess að gefa það upp til skatts. Hann hafi heyrt sömu sögu úr öðrum stéttum og nefnir hárskera.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur Gunnarsson, fv. formaður Rafiðnaðarsambandsins, einnig að margir vinni svart. „Það er gósentíð í svarta hagkerfinu. Neðanjarðarhagkerfið hefur vaxið frekar en hitt frá hruni. Þetta er þróun sem nærist á vítahring í hagkerfinu,“ segir Guðmundur og kveðst aðspurður eiga við að minni kaupmáttur og veikara gengi ýti undir „svarta“ starfsemi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert