Taflmaður fannst við fornleifauppgröft

Taflmaðurinn, em fannst á Siglunesi. Myndin er af vef Fornleifastofnunar …
Taflmaðurinn, em fannst á Siglunesi. Myndin er af vef Fornleifastofnunar Íslands.

Meðal þess, sem fundist hefur við fornleifarannsóknir á Siglunesi við Siglufjörð er fínlega útskorinn taflmaður inni í moldarköggli. Segir á vef Fornleifastofnunar Íslands, að hugsanlega hafi einhver vermaðurinn týnt honum á 12. eða 13. öld og hann óvart verið borinn út með úrgangi. 

Um er að ræða fyrsta áfanga fornleifarannsókna á Siglunesi, en þar var kunn verstöð um aldaraðir, hugsanlega ein sú elsta á landinu. 

Starfsmenn Fornleifastofnunar Íslands voru nýlega á staðnum að gera frumkönnun á rústum og mannvistarlögum á nesinu og segir á vef stofnunarinnar, að niðurstöðurnar hafi farið fram úr björtustu vonum. 

Alls hafi verið borin kennsl á sex rústahóla sem þyki vænlegir til frekari rannsókna. Í þeim sjáist miklar minjar, þær elstu að líkindum frá 9. eða 10. öld og töluverð umsvif hafi verið á nesinu fram yfir 1300 – og einnig löngu síðar. 

Vefur Fornleifastofnunar Íslands

  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert