Drullumall á Ísafirði

Keppendur eru margir vígalegir...
Keppendur eru margir vígalegir... mbl.is/Sigurjón

Það er ekki mjög þrifalegt um að litast á mótssvæðinu í Ísafirði þar sem svonefnt Evrópumeistaramót í mýrarbolta hófst í dag. Metþátttaka er og margir keppendur hefja leik í skrautlegum búningum en að leik loknum er erfitt að þekkja liðin í sundur. 

Fimmtíu og þrjú lið eru skráð til leiks en fjöldi liðsmanna er misjafn í hverju liði og enn geta einstaklingar skráð sig í svokölluð skrap-lið. „Þetta er veruleg aukning frá því í fyrra en þá voru þátttakendur reyndar heldur færri en árið áður, en engu að síður er þetta stærsta mótið til þessa,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur Mýrarboltans, við bb.is.

Hann segir ástandið á völlunum vera afar gott og vellirnir séu mjög blautir í ár enda voru þeir fyrst vökvaðir í byrjun júlí. 

Riðlakeppnin fer fram í dag og úrslitin á morgun.

Vefur mýrarboltamótsins

... og drullugir.
... og drullugir. mbl.is/Sigurjón
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert