Ekkert rigndi í Eyjum í dag

Tjaldbúar í Eyjum hafa notað tækifærið í dag í blíðunni …
Tjaldbúar í Eyjum hafa notað tækifærið í dag í blíðunni og þurrkað fötin sem blotnuðu í rigningunni í gærkvöldi og nótt. mynd/Guðný

Veðrið hefur skánað til muna í Vestmannaeyjum miðað við það sem var í gær. Fólk streymir enn til Eyja. Bæði með Herjólfi og flugi.

Páll Scheving, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir allt stefna í að um 14 þúsund manns verði í Herjólfsdal á morgun þegar hátíðin nær hámarki. 

„Veðrið er fínt og sólin meira að segja gægist á milli skýanna. Ég neita því þó ekki að það væri gott að fá aðeins meira af henni,“ segir Páll sem stóð í ströngu við að undirbúa kvöldið þegar mbl.is talaði við hann. 

Nóg verður um að vera á Þjóðhátíð í kvöld og má þar nefna flugeldasýningu og stórtónleika með hljómsveitinni Diktu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert