Kisi Magnússon veiddi mink

Kisi sést hér með fenginn. Ekki mun það vera algengt …
Kisi sést hér með fenginn. Ekki mun það vera algengt að kettir veiði minka. Smári Ólason

Kött­ur­inn Kisi Magnús­son býr í Ytri-Skóg­um und­ir Eyja­fjöll­um hjá þeim Þórði Tóm­as­syni, Guðrúnu syst­ur hans og Magnúsi Tóm­as­syni eig­in­manni henn­ar.

Kisi er að sögn kunn­ugra mjög dug­leg­ur veiðikött­ur og sér um að halda músa­stofn­in­um í al­gjöru lág­marki á staðnum. Þegar hann veiðir mús kem­ur hann oft með hana inn að rúm­inu hjá Guðrúnu og gef­ur frá sér mjög sér­kenni­leg hljóð til að vekja eft­ir­tekt henn­ar á þess­ari gjöf sinni og stund­um kem­ur hann með tvær í einu.

Aðfaranótt laug­ar­dags­ins kom hann þó með all óvænt­an feng. Þegar Guðrún vaknaði var Kisi með mink í and­arslitr­un­um við rúmið og gaf hann upp and­ann rétt seinna. Kisi hafði greini­lega óvenju­leg­an áhuga á þess­um nýj­asta feng sín­um og ýtti nokkr­um sinn­um við hon­um með lopp­unni um morg­un­inn.

Áhug­inn var ekki mjög mik­ill eft­ir því sem á dag­inn leið en þó náðist mynd af hon­um þar sem hann virðir fyr­ir sér bráð sína. Lík­lega ger­ist það ekki oft að kett­ir ráði við mink, en þess ber að geta að dýrið var ekki al­veg full­vaxið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert