Stanslaust stuð hjá Páli Óskari

Páll Óskar áritaði plaköt fyrir unga aðdáendur á Akureyri í …
Páll Óskar áritaði plaköt fyrir unga aðdáendur á Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir

Líf og fjör var á tónleikum Páls Óskars Hjálmtýssonar á Ráðhústorginu á Akureyri nú síðdegis. Fjöldi aðdáenda var þar saman kominn og margir voru jafnvel svo heppnir að fá eiginhandaráritun popparans vinsæla.

Það virðist vera nóg að gera hjá Páli Óskari um helgina en í gærkvöldi tryllti hann bókstaflega lýðinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en hann á einmitt þjóðhátíðarlagið í ár: La Dolce Vita.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka