„Stjórnarskrá gerræðisríkis“

Frá fundi stjórnlagaráðs.
Frá fundi stjórnlagaráðs. mbl.is/Golli

Jónas Kristjánsson, blaðamaður og frambjóðandi til stjórnlagaráðs, hyggst greiða atkvæði gegn stjórnarskrártillögu stjórnlagaráðs, fái hann á annað borð tækifæri til þess. Þetta kemur fram á vef Jónasar í dag. Tillagan sé „stjórnarskrá gerræðisríkis“.

Orðrétt skrifar Jónas á vef sinn, jónas.is, í dag:

„Samkvæmt uppkasti að stjórnarskrá má pynda fólk og drepa, ef það er samkvæmt alþjóðalögum. Lög mega takmarka mannréttindi. Tjáningarfrelsi má hefta. Hver má hefta? Dómara er heimilt að þvinga blaðamenn til að gefa upp heimildamenn og uppljóstrara. Allir vita, hvernig íslenzkir dómarar eru. Fundafrelsi má takmarka með lögum og ef nauðsyn ber til. Hver ákveður þá nauðsyn? Engin atlaga er gerð að forsendu hrunsins, bankaleyndinni. Leyndarhyggja gamla Íslands er áfram heimil. Til hvers var allt þetta tilstand stjórnlagaráðs? Vonbrigði mín eru slík, að ég mun greiða atkvæði gegn þessari stjórnarskrá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka