Verðbólgan étur skuldalækkunina

Íslensk heimili eru í hópi skuldsettustu heimila í heimi.
Íslensk heimili eru í hópi skuldsettustu heimila í heimi. mbl.is/Arnaldur

Dæmi er um að höfuðstóll íbúðarlána hafi á skömmum tíma hækkað um hærri upphæð en sem nemur skuldalækkun sem fólk fær í gegnum svokallaða 110% leið. Ástæðan fyrir þessu er verðbólga í vexti, en hún mælist nú 5% og sérfræðingar spá enn meiri verðbólgu síðar á þessu ári.

Verðbólga mældist 1,8% í janúar, en er komin upp í 5% og stefnir hærra. Aukin verðbólga þýðir að kaupmáttaraukningin sem kjarasamningarnir áttu að færa launafólki skilar sér ekki. Áhrif verðbólgunnar á lán heimilanna eru ekki síður slæm vegna þess að lánin eru verðtryggð.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að íslensk heimili eru í öðru sæti á lista Seðlabanka Íslands yfir skuldsettustu heimili í heimi. Aðeins írsk heimili eru með meiri skuldir. Íslensk heimili skulda 110% af landsframleiðslu, en hlutfallið er um 90% í Bandaríkjunum og um 70% í Grikklandi. Seðlabankinn bendir á að miklar skuldir íslenskra heimila skýrist að hluta til af því að hlutfall heimila í eigin húsnæði er með því hæsta sem gerist í heiminum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert