Annie Mist Þórisdóttir hélt forustunni í lokagreinunum í kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit, sem nú fara fram í Los Angeles og stóð uppi sem sigurvegari.
Annie varð í þriðja sæti í síðustu keppnisgreininni og endaði með 842 stig. Kristan Clever, sem vann mótið í fyrra, fékk 799 stig og Rebecca Voigt 775 stig.
Fyrir sigurinn fær Annie Mist að launum 250 þúsund dali, um 29 milljónir króna.
Annie Mist er 21 árs gömul og hefur stundað nám við Háskóla Íslands en er nú orðin atvinnumaður í crossfit. Hún hefur tvívegis tekið þátt í heimsleikunum og varð í 11. sæti árið 2009 og í 2. sæti í fyrra. Þá varð hún Evrópumeistari í greininni í júní.
Þáttur um keppina í gær á Mbl. sjónvarpi
Heimasíða heimsleikanna í crossfit