Annie Mist sigraði

Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir.

Annie Mist Þóris­dótt­ir hélt for­ust­unni í loka­grein­un­um  í kvenna­flokki á heims­leik­un­um í cross­fit, sem nú fara fram í Los Ang­eles og stóð uppi sem sig­ur­veg­ari.  

Annie varð í þriðja sæti í síðustu keppn­is­grein­inni og endaði með 842 stig. Krist­an Clever, sem vann mótið í fyrra, fékk 799 stig og Re­becca Voigt   775 stig.

Fyr­ir sig­ur­inn fær Annie Mist að laun­um 250 þúsund dali, um 29 millj­ón­ir króna.

Annie Mist er 21 árs göm­ul og hef­ur stundað nám við Há­skóla Íslands en er nú orðin at­vinnumaður í cross­fit. Hún hef­ur tví­veg­is tekið þátt í heims­leik­un­um og varð í 11. sæti árið 2009 og í 2. sæti í fyrra.  Þá varð hún Evr­ópu­meist­ari í grein­inni í júní.

Þátt­ur um kepp­ina í gær á Mbl. sjón­varpi

Heimasíða heims­leik­anna í cross­fit

Lær­ir und­ir próf í hand­stöðu

Keppnisvöllurinn í Los Angeles.
Keppn­is­völl­ur­inn í Los Ang­eles.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert