Besta veðrið við Dillon

Félagarnir í The Vintage Caravan fóru ekki hljótt í bakgarðinum …
Félagarnir í The Vintage Caravan fóru ekki hljótt í bakgarðinum við Dillon í kvöld. mbl.is/GSH

Óhætt er að segja, að besta útihátíðarveðrið í kvöld hafi verið þar sem ein minnsta útihátíðin er haldin um verslunarmannahelgina: í portinu við veitingastaðinn Dillon við Laugaveg í Reykjavík, en þaðan hefur borist þungur rokktaktur um miðbæinn síðustu daga.

Samkvæmt opinberum tölum var 16 stiga hiti í höfuðborginni klukkan 21 í kvöld en þá lék hljómsveitin The Vintage Caravan í garðinum við Dillon.

Síðar í kvöld var von á pönkhljómsveitinni gamalkunnu Q4U og síðan ætlar Andrea Jónsdóttir að leika lög af plötum fram eftir nóttu.

Alls hafa yfir 23 hljómsveitir og tónlistarmenn komið fram á rokkhátíðinni í bakgarðinum við Dillon um verslunarmannahelgina.  Þetta er í sjötta skipti, sem þessi hátíð er haldin um verslunarmannahelgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert