„Eru ekki allir í góðum gír?" spurði Árni Johnsen þegar hann hóf brekkusöng á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í kvöld en Árni var forsöngvari ásamt Jarli Sigurgeirssyni og Sæþór Vídó.
Árni lét brekkuna hrópa ferfalt húrra fyrir þjóðhátíðarnefndinni fyrir að láta smíða „besta útisvið í Evrópu."
Áætlað er að um 14 þúsund manns séu í Herjólfsdal. Veðrið hefur verið skaplegt í dalnum í kvöld þótt nokkuð hafi súldað.