Rigning og rok á Þjóðhátíð

Grímur með mynd af Árna Johnsen voru m.a. til sölu …
Grímur með mynd af Árna Johnsen voru m.a. til sölu í Herjólfi. Árni mun stjórna brekkusöng á þjóðhátíð í kvöld. mbl.is/Ómar

Pollagallar og annar regnfatnaður var áberandi á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt. Nokkuð vætusamt var en það byrjaði að rigna talsvert mikið í gærkvöld.

Rigningin hélt svo áfram með nokkrum hléum í alla nótt. Margir liggja því nú í blautum tjöldum.

Þá blés sömuleiðis nokkuð hressilegri austanátt á þjóðhátíðargesti.

Spáð er áframhaldandi rigningu í Vestmannaeyjum í dag og á morgun. Hiti verður um tíu stig og allhvöss austanátt um 12 til 15 metrar á sekúndu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert