Pollagallar og annar regnfatnaður var áberandi á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt. Nokkuð vætusamt var en það byrjaði að rigna talsvert mikið í gærkvöld.
Rigningin hélt svo áfram með nokkrum hléum í alla nótt. Margir liggja því nú í blautum tjöldum.
Þá blés sömuleiðis nokkuð hressilegri austanátt á þjóðhátíðargesti.
Spáð er áframhaldandi rigningu í Vestmannaeyjum í dag og á morgun. Hiti verður um tíu stig og allhvöss austanátt um 12 til 15 metrar á sekúndu.