Tefla fram kóngum og drottningum

Fólk í Landeyjahöfn á leið til Eyja um helgina.
Fólk í Landeyjahöfn á leið til Eyja um helgina. mbl.is/Ómar

Nú er verið að leggja lokahönd á tiltekt eftir nóttina í Herjólfsdal. Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir dalinn hafa þokkalega ásýnd og hann hafi staðið rigninguna ágætlega af sér. 

„Nú er þokkalegasta veður og bjart yfir en við vitum vel að það getur brugðið til beggja vona og vonum það besta fyrir kvöldið,“ segir Páll. Jafnvel reyndustu veðurspekúlantar í Eyjum þori ekkert að segja um veðrið í kvöld.

„Framundan er nokkuð merkilegt kvöld því við munum tefla saman kóngum og drottningum. Þær Andrea Gylfadóttir og Ragnhildur Gísladóttir og þeir Egill Ólafsson og Bubbi Morthens munu skemmta saman á stóra sviðinu. Þá kemur í ljós hver þeirra eru hin raunverulegu kóngur og drottning Þjóðhátíðar,“ segir Páll. Áhorfendur í brekkunni muni skera úr um það.

Páll segir nýja sviðið í Herjólfsdal hafa reynst vel í gærkvöldi. Þegar mest var voru 90 manns á sviðinu. Það var þegar hljómsveitin Fjallabræður, sem telur 60 manns, tók lagið ásamt 30 manna lúðrasveit Vestmannaeyja.

Kvöldvökunni í Herjólfsdal í kvöld verður útvarpað á Rás 2. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert