Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum miðað við verslunarmannahelgi. Fjórir voru teknir með fíkniefni til einkaneyslu og einn var tekinn fyrir ölvunarakstur.
Þá var enginn látinn gista fangageymslur vegna afbrota. Hins vegar leituðu þrír einstaklingar á náðir lögreglu og fengu að gista í fangaklefunum því þeir fundu ekki tjaldið sitt og höfðu lent í einhverju minniháttar veseni að sögn lögreglunnar á staðnum.
Þá hefur engin líkamsárás verið kærð eftir nóttina.
„Miðað við 12 til 14 þúsund manna Þjóðhátíð verður þetta að kallast nokkuð gott,“ sagði lögregluvarðstjórinn í Eyjum í samtali við mbl.is