Gengur vel að flytja þjóðhátíðargesti

Herjólfur í Vestmannaeyjum.
Herjólfur í Vestmannaeyjum. mbl.is/Júlíus

Greiðlega hefur gengið að flytja þjóðhátíðargesti frá Vestmannaeyjum í dag. Þeir sem eiga miða í i ferðir hafa forgang í þá ferð en þeim sem eiga miða í ferðir næsta sólahringinn er bent á að mæta og fara í biðlistaröðina og verður reynt að koma þeim að eins fljótt og auðið er. Mjög vel hefur gengið að taka úr biðlistaröðinni í morgun.

Í tilkynningu frá Eimskipum kemur fram að fjórar ferðir hafi verið farnar á milli lands og Eyja í morgun og að Herjólfur hafi verið fullnýttur í þeim öllum. Haldið verður áfram að sigla á þriggja klukkustunda fresti næsta sólahringinn eða þar til allir verða komnir til síns heima.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert