Norska sjávarútvegráðuneytið hefur tilkynnt, að íslenskum og færeyskum skipum sé bannað að landa makríl í norskum höfnum.
Fram kemur á vef ráðuneytisins, að löndunarbannið nái einnig til alls makrílafla, sem veiddur sé í íslenskri og færeyskri lögsögu og makrílafla, veiddan með skipum, sem hafa leyfi frá íslenskum og færeyskum stjórnvöldum.
Vefur norska sjávarútvegsráðuneytisins