Samherji tekur formlega við ÚA

Samherjafrændurnir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson tóku á móti …
Samherjafrændurnir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson tóku á móti Baldvin NC á Akureyri í kvöld. mbl.is/Skapti

Togarinn Baldvin NC 100 kom til Akureyrar í kvöld með fullfermi af þorski sem veiddur var á Grænlandsmiðum, og fer til vinnslu í fiskiðjuveri ÚA í fyrramálið. Þá hefst starfsemi þar á ný eftir sumarfrí, og undir stjórn nýrra eigenda. Samherji tók formlega við rekstrinum í dag.

Í byrjun maí var gengið frá samningum milli Brims og Samherja um kaup síðarnefnda fyrirtækisins á eigum Brims á Akureyri, landvinnslu fyrirtækisins á Laugum og ísfisktogurunum Sólbak EA 1 og Mars RE 205. Kaupin voru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lagði blessun sína yfir viðskiptin nú í lok júlí.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs …
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs bundu Baldvin NC við bryggju. mbl.is/Skapti
Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Brims, ræðir í kvöld við Önnu Kristjánsdóttur …
Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Brims, ræðir í kvöld við Önnu Kristjánsdóttur og Sólveigu Axelsdóttur, ekkjur fv. framkvæmdastjóra ÚA til áratuga, Vilhelms Þorsteinssonar og Gísla Konráðssonar. mbl.is/Skapti
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson með Björgu Finnbogadóttur, móður …
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson með Björgu Finnbogadóttur, móður Þorsteins Más í samkvæmi í húsakynnum ÚA í kvöld. mbl.is/Skapti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert