Fréttaskýring; Búlandsvirkjun verður reist lengra frá Langasjó

Langisjór.
Langisjór. mbl.is/RAX

Langisjór hefur verið friðlýstur og er orðinn hluti af Vatnajökulsþjóðgarði, ásamt norðausturhluta Eldgjár og svæðinu í kringum vatnið, eins og Fögrufjöllum, Grænafjallgarði og upptökum Skaftár á svæðinu suður að Lakagígum.

Umrædd friðlýsing var stærsta kosningamálið í Skaftárhreppi í síðustu kosningum, vorið 2010. Þá var Jóna Sigurbjartsdóttir oddviti hreppsins og rétt fyrir kosningar var aðalskipulag tilbúið frá Skipulagsstofnun til að fara í auglýsingu. Samkvæmt því skipulagi átti miklu meira svæði að fara undir þjóðgarðinn en raunin er með friðlýsingunni.

Guðmundur Ingi Ingason leiddi N-listann gegn lista Jónu, L-listanum og vildi minnka svæðið til að halda virkjanamöguleikum opnum á svæðinu. Suðurorka hefur meðal annars fengið rannsóknarleyfi til að athuga möguleika á Búlandsvirkjun. Fulltrúar Suðurorku hafa lýst yfir vilja til að fjárfesta fyrir um 36 milljarða króna í Skaftárhreppi vegna virkjanaframkvæmdanna.

Vildu minna svæði

Guðmundur Ingi Ingason, oddviti Skaftárhrepps, ítrekar sáttina sem náðist milli fólks í hreppnum. Hann bætir við að hreppurinn sé ansi stórt sveitarfélag. „En það er engin stór virkjun á okkar svæði. Það myndi skapa okkur mikla atvinnumöguleika ef hér yrði virkjað. Ég vil líka benda á að með þessu samkomulagi eru virkjanahugmyndirnar komnar miklu neðar og mun lengra frá Langasjó en var,“ segir Guðmundur Ingi.

Staðan hjá Suðurorku

Mikil verðmæti vernduð

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert