Drepast úr hor áður en kríurnar fljúga burt

Kríuvarp hefur misfarist í ár.
Kríuvarp hefur misfarist í ár.

„Dauðinn er hafinn, varpið fór mánuði of seint af stað á Snæfellsnesi í ár,“ segir Freydís Vigfúsdóttir doktorsnemi sem hefur rannsakað kríuvarp á Snæfellsnesi frá árinu 2008 og að auki á Melrakkasléttu í sumar.

„Kríurnar voru lítið árásargjarnar og vörpin voru gisin. Ungarnir eru að drepast þessa dagana, litlir ungar sem lifa enn eiga mjög lítinn séns. Þeir munu líklega ekki ná fullum þroska og drepast úr hor áður en kríurnar leggja af stað í för á vetrarstöðvar upp úr miðjum ágúst,“ segir Freydís.

Freydís segir ástandið búið að vera viðvarandi í sjö ár í röð á Suður- og Vesturlandi en á Melrakkasléttu hafi það byrjað fyrir tveimur árum að sögn heimamanna. 

„Þetta er ekkert sérstakt vandamál kríunnar eða lundans heldur endurspegla sjófuglar stærra vandamál í hafinu,“ segir Freydís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert