Í hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavíkurborg sem var samþykkt samhljóða í janúar 2010, þ.e. á síðasta kjörtímabili, er mælt fyrir um að fram til ársins 2015 verði lagðir 40 kílómetrar af nýjum hjólastígum.
Í fyrra var lagður einn kílómetri og á þessu ári verður tæplega tveggja kílómetra stígur lagður. Í stað 20 kílómetra á tveimur árum verða því lagðir þrír kílómetrar. Hallinn, ef svo má segja, nemur 85%.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að hjólreiðaáætlunin sé í raun ekki komin til framkvæmda, m.a. vegna þess að enn er unnið að því að afla láns hjá Evrópska fjárfestingabankanum undir formerkjum Elena sem lánar til umverfisvænna framkvæmda og verkefna.