Tilboð SF1 í Sjóvá var samþykkt fyrir helgi og segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður að með þeirri samþykkt hafi ríkið orðið af 1,5 milljörðum króna. Hann gagnrýnir hvernig staðið var að sölunni og segir leyndarhyggjuna í kringum málið allsráðandi.