Ríkið hefur lagt afar litla fjármuni til að endurheimta megi eitthvað af því gríðarmikla votlendi sem var ræst fram á liðnum áratugum en framræsla var ríkisstyrkt allt til ársins 1987.
Nú hefur eitthvað rofað til því álverið í Straumsvík hefur lagt fram 40 milljónir til að endurheimta votlendi en með því móti vegur það á móti útblæstri. Einn þeirra sem bjóða fram skurði til að moka ofan í og endurheimta votlendi er bóndinn á Ytra-Lóni á Langanesi en hann segir að umræddir skurðir hafi aldrei verið til gagns.