Umferðin um nýafstaðna verslunarmannahelgi var 12% minni en í fyrra. Þetta sýna mælingar Vegagerðarinnar á sex völdum talningarstöðum á hringveginum.
Mælingarnar stóðu yfir frá föstudegi til mánudags. Umferðin austur fyrir fjall reyndist 13,3% minni en um sömu helgi fyrir ári síðan og norður fyrir varð samdrátturinn 10,5%.
Um Hellisheiði dróst umferðin saman um 13,3% en um Hvalfjarðargöng varð 9,1% samdráttur. Umferðin á frídegi verslunarmanna reyndist 6,5% minni en í fyrra.
Í heild mældust 261.024 bílar á mælingarstöðunum um verslunarmannahelgina í fyrra, en í ár voru þeir 229.511.