Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrr í kvöld mann á Njarðargötu sem augljóslega var í annarlegu ástandi og ógnaði fólki og krafði það um peninga.
Maðurinn var ekki vopnaður en var færður í fangageymslur lögreglu og fannst þá á honum poki með ætluðum fíkniefnum, væntanlega til einkaneyslu. Hann mun gista fangageymslur lögreglu í nótt.
Eitt innbrot var tilkynnt í Auðbrekku í Kópavogi rétt fyrir kl. 22. Var þar farið inn í heimahús en ekki liggur fyrir hvort einhverjum verðmætum var stolið úr húsinu. Bifreið heimilisins er hins vegar horfin og er málið í rannsókn.