Það kom starfsmönnum Heklu á óvart hversu dræm viðbrögðin voru þegar auglýst var eftir starfskröftum á verkstæði bílaumboðsins. Einn sótti um starf sem auglýst hafði verið þrivar en hætti við þegar laun á gamla vinnustaðnum voru hækkuð vegna umsóknarinnar.
„Við höfum verið að eltast við fólk en það hefur ekki gengið. Ég er búinn að vera í þessum viðgerðabransa síðan 1977 og hef því séð ýmislegt. Þetta er hins vegar mjög áberandi núna. Það er erfitt að ná í gott fólk,“ segir Ólafur B. Jónsson, deildarstjóri þjónustuumboða hjá Heklu, um framboðið á starfskröftum.