Eldneytisverð lækkar

Skeljungur hefur lækkað verð á bensíni og dísel á bensínstöðvum Orkunnar og Shell um 2 krónur. Atlantsolía hefur einnig lækkað verð á eldsneyti um tvær krónur lítrann og það sama gildir um allar bensínstöðvar N1.

Ástæðu lækkunarinnar má rekja til lægra heimsmarkaðsverðs á olíu í kjölfar nýrra birgðatalna í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka