Ellen DeGeneres vonandi með í Gay Pride

Ellen Degeneres ásamt konu sinni Portia De Rossi.
Ellen Degeneres ásamt konu sinni Portia De Rossi. Reuters

Þáttastjórnandinn og leikkonan Ellen DeGeneres er í heimsókn á Íslandi og hefur meðal annars komið við í Smáralind í verslunartilgangi. Ekki er vitað hvort hún sé stödd á landinu í tengslum við Gay Pride en Ellen er sjálf samkynhneigð. Engar tilkynningar um slíkt hafa borist til stjórnenda hátíðarinnar en Eva María Þórarinsdóttir Lang, framkvæmdastjóri Gay Pride, segist þó vonast til þess að grínistinn taki þátt í hátíðinni.

„Það er ekki víst hvort hún verði áfram hérna eða hvað en við vonum að hún taki þátt í Gay Pride,“ segir Eva María. „Við erum að kanna á hvaða hóteli hún er, svo við getum boðið henni að vera með í göngunni. Hún er mikil fyrirmynd fyrir mörg okkar og hefur gert mikið fyrir okkar baráttu svo það væri svakalega flott að fá hana með í gönguna“.

Eva María rekur ferðaskrifstofu fyrir samkynhneigða með kærustu sinni. „Ef Ellen og konan hennar fara í einhverjar ferðir um Ísland munum við líklegast sjá um það,“ segir hún.

Ellen DeGeneres hefur farið mikinn í baráttu samkynhneigðra. Ellen er nettur húmoristi og er gift leikkonunni Portia De Rossi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka