Færu annars í dýrt nám erlendis

Hilmar Oddsson
Hilmar Oddsson Af vef Kvikmyndaskólans

Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskólans segir að á annað hundrað manns vilji árlega vilja fara í leiklistarnám og helmingur þeirra lætur verða af því og fer í dýrt nám erlendis og tekur námslán. Hann segir aðstandendur skólans telja hagkvæmara að þeir læri á Íslandi.

„Skólinn fjármagnar sig með tvennu móti, skólagjöldum og framlögum opinberra aðila. Skólagjöldin eru há eða 600 þúsund á önn og hafa verið þau sömu síðastliðin átta ár. Við lítum á að þau séu á sársaukamörkum og getum ekki hækkað þau,“ segir Hilmar Oddson.

Hilmar segir að framlag ríkisins hafi á síðasta ári verið 39 milljónir og þegar skólagjöld og framlag komi saman þá dugi það ekki til. Segir hann að það sé bara tvennt sem komi til greina, að hækka skólagjöld eða að framlög ríkisins verði hækkuð. „Við getum ekki hækkað skólagjöldin þannig að hækka verður framlög ríkisins.“

Um miðjan júní lagði menntamálaráðuneytið fram tillögu um að hækka framlög um 44% sem þýðir hækkun frá 36 milljónum í rúmar 56 milljónir. „Skólinn taldi sig ekki geta gert samning á þeim grunni. Síðan hafa átt sér stað viðræður á milli skólans og ráðuneytisins til að finna lausn á málinu. Ráðuneytið hefur lagt sig fram við að finna lausn á málinu og beðið er eftir gögnum um hvernig skólinn hyggst tryggja rekstur sinn út skólaárið,“ segir Elías Jón Guðjónsson aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert