Gott samstarf á Einni með öllu

Júlí Heiðar er meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni …
Júlí Heiðar er meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni Ein með öllu á Akureyri um helgina. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Aðstandendur hátíðarinnar Ein með öllu á Akureyri vilja koma því á framfæri að samstarf hafi verið gott meðal Vina Akureyrar,
Akureyrarstofu og Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, á hátíðinni um nýliðna verslunarmannahelgi.

Vegna umræðu í fjölmiðlum að undanförnu vilja Vinir Akureyrar,
Akureyrarstofa og Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi,
koma því á framfæri að afar gott samstarf hefur verið milli þessara
aðila við skipulagningu og framkvæmd hátíðahalda á Akureyri í ár sem og
undanfarin ár. 

Þessu farsæla samstarfi var haldið áfram eftir að
gerðar voru breytingar á hátíðinni Einni með öllu fyrir fjórum árum í
þá veru að breyta henni úr útihátíð í raunverulega  fjölskylduhátíð.

Starfsmenn Aflsins og félagar úr Lionsklúbbnum Hæng voru vel merkt á
vakt í miðbæ Akureyrar allar nætur alla helgina og leituðust þau við að
vera sem sýnilegust.  Samstarf þessara aðila og annarra öryggisaðila
hefur tekist með miklum ágætum og einkennst af trúnaði og góðum
samskiptum.

Skipuleggjendur hátíðarinnar Einnar með öllu munu leita
eftir samstarfi við þessa aðila í framtíðinni um varnir gegn hvers kyns
ofbeldi en ljóst er að það eitt og sér leysir ekki vandann. Öflugt
forvarnarstarf, opin umræða, viðurkenning á vandamálinu og aukin
mannvirðing þurfa að koma til," segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert