Hægt er að hefja útboð nýrra jarðganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar með stuttum fyrirvara.
„Fyrir tveimur árum var reiknað með að framkvæmdirnar færu í gang upp úr miðju ári 2012 en það þarf að taka nýja ákvörðun, það verður gert í haust í tengslum við afgreiðslu samgönguáætlunar,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
„Það er forgangsverkefni að ráðist verði í gerð Norðfjarðarganga,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Rúman hálftíma tók að greiða úr umferðaröngþveiti í göngunum á sunnudag.