Hagsmunasamtök heimilanna standa nú fyrir undirskriftasöfnun fyrir afnámi verðtryggingar og leiðréttingu lána, á síðunni heimilin.is. Síðan undirskriftasöfnunin hófst þann 7. júlí sl. hafa rúmlega 15.000 undirskriftir safnast.
Farið er fram á að stökkbreytt lán heimilanna verði leiðrétt m.v. stöðu þeirra fyrir hrun og afnám verðtryggingar. Krafan sé ekki aðeins spurning um réttlæti og sanngirni heldur einnig nauðsynleg forsenda þess að fjármálakerfið byggist á heilbrigðum grunni. Gangi það ekki eftir hjá stjórnvöldum fyrir næstu áramót, er þess krafist að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina.