Crossfit æði á Íslandi

„Að vera í formi er ekki átak eða átaksnámskeið heldur eitthvað sem við viljum tileinka okkur sem lífsstíl,“ segir Evert Víglundsson, þjálfari hjá Crossfit Reykjavík líkamsræktarstöð og einn af frumkvöðlum þessarar líkamsþjálfunar á Íslandi.

Crossfit hefur notið sívaxandi vinsælda á Íslandi frá því það var fyrst kennt fyrir u.þ.b. þremur árum. Nú er það kennt í öllum stærstu líkamsræktarstöðvum Íslands, m.a. í World Class, Sporthúsinu og Hreyfingu. Búast má við því að glæsilegur sigur Annie Mist Þórisdóttur á heimsleikum í crossfit nú á dögunum í Los Angeles laði að sér enn fleiri í þessa líkamsþjálfun hérlendis.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka