Peningar fyrir göngunum eru ekki til

Við mynni Norðfjarðarganga.
Við mynni Norðfjarðarganga. mbl.is/Steinunn

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að ekki verði ráðist í gerð Norðfjarðarganga á næstunni þar sem peningar séu ekki til í þá framkvæmd. Ögmundur gagnrýnir þá sem veki falsvonir um göngin. Ekki sé rétt hjá Kristjáni L. Möller, að fjármunir séu til reiðu til að hefja framkvæmdir.

Íbúar á Norðfirði eru ósáttir við tafirnar við gangnagerðina og efndu því til samstöðufundar við Norðfjarðarenda Oddsskarðsganga í gærkvöldi. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur lögreglan, að um 150 manns hafi mætt til mótmælanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert