Undrast ummæli Ögmundar

Kristján L. Möller segir fulla samstöðu í hópi allra þingmanna …
Kristján L. Möller segir fulla samstöðu í hópi allra þingmanna kjördæmisins að ráðast eigi í gerð Norðfjarðarganga. mbl.is/Ernir

 Kristján L. Möller, fyrr­ver­andi sam­gönguráðherra, furðar sig á um­mæl­um Ögmund­ar Jónas­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra í Morg­un­blaðinu í dag, að eng­ir pen­ing­ar séu til að ráðast í gerð Norðfjarðarganga. Þetta er rangt, fjár­mun­ir eru til reiðu á sam­göngu­áætlun, að sögn Kristjáns.

„Ég er undr­andi á þess­um um­mæl­um Ögmund­ar Jónas­son­ar um Norðfjarðargöng,“ seg­ir Kristján um þau um­mæli Ögmund­ar að eng­ir pen­ing­ar séu til reiðu til að hefja fram­kvæmd­ir við göng­in. Það hefði verið fellt við tkvæðagreiðslu á Alþingi.

Eng­inn vafi leik­ur á að fjár­mun­irn­ir eru til staðar í sam­göngu­áætlun að sögn Kristjáns. „Í sam­göngu­áætlun sem ég lagði fram á Alþingi í fyrra og var samþykkt 15. júní með 42 at­kvæðum, stend­ur m.a. þetta um Norðfjarðargöng: „Eins og kunn­ugt er þá er jarðganga­áætl­un hluti vega­áætl­un­ar. Í gild­andi vega­áætl­un var gert ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir við Norðfjarðargöng hæf­ust árið 2009 en nú er gert ráð fyr­ir að þær hefj­ist 2011. Gert er ráð fyr­ir 220 millj­óna kr. fram­lagi árið 2011 og 1.174 millj­ón­um árið 2012.“

Þess­ar töl­ur eru inni í sund­urliðaðri sam­göngu­áætlun sem samþykkt var,“ seg­ir Kristján. „Norðfjarðargöng eru þannig samþykkt af  Alþingi og fjár­mun­ir til reiðu á sam­göngu­áætlun til að hefja þessa fram­kvæmd,“ seg­ir hann.

Kristján seg­ist vísa því al­ger­lega á bug sem Ögmund­ur hélt fram að þetta hafi verið fellt úr vega­áætl­un við at­kvæðagreiðslu á þingi.

Pen­ing­arn­ir sem eiga að fara í Norðfjarðargöng­in á þessu og næsta ári eru 87% af fram­kvæmda­fé Norðaust­ur­kjör­dæm­is á ár­inu 2012. Kristján seg­ir fulla sam­stöðu í tíu manna þing­manna­hópi kjör­dæm­is­ins um þetta verk ,,og þess vegna koma mér um­mæli Ögmund­ar mjög á óvart og skil ekki al­veg hvert hann er að fara,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert