Asa starfsmanns um að kenna

Iceland Express.
Iceland Express.

Asi starfs­manns þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is Ice­land Express á Bil­l­und-flug­velli í Dan­mörku að kom­ast í sum­ar­frí er ástæðan fyr­ir því að 14 ára göm­ul stúlka var skil­in þar eft­ir þegar yf­ir­bókað var í vél­ina. Seg­ir Heim­ir Már Pét­urs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Ice­land Express, þetta ófyr­ir­gef­an­lega hegðun.

Ekki var leitað eft­ir sjálf­boðaliðum meðal farþega til að verða eft­ir þegar ljóst var að yf­ir­bókað var í vél­ina líkt og regl­ur gera ráð fyr­ir. Þurfti stúlk­an því, í sam­floti við ókunn­ug­an mann í sömu spor­um, að gera sér að góðu langt ferðalag til Íslands, með viðkomu í Kaup­manna­höfn og Gauta­borg. Alls tók ferð stúlk­unn­ar, sem var pen­inga­laus enda ekki búin und­ir langt ferðalag, um sól­ar­hring.

Heim­ir Már seg­ir aug­ljóst að þjón­ustu­fyr­ir­tækið Bil­l­und Airport Hand­ling hafi gert mis­tök með því að aug­lýsa ekki eft­ir farþegum sem voru til­bún­ir til að verða eft­ir held­ur hafi starfsmaður þess meinað síðustu tveim­ur farþeg­un­um um að koma um borð.

„Við kom­umst svo að því að hann var á leið í sum­ar­frí dag­inn eft­ir og lá greini­lega svona á að hann nennti ekki að vinna vinn­una sína. Við höf­um kvartað við þjón­ustuaðil­inn yfir þess­ari fram­komu sem er í al­gerri and­stöðu við starfs­regl­ur Ice­land Express. Við þurf­um auðvitað að íhuga það hvort við höld­um áfram viðskipt­um við fé­lag sem hag­ar sér með þess­um hætti,“ seg­ir hann.

Ice­land Express þykir leiðin­legt að stúlk­an hafi lent á þess­um ver­gangi en hún sé kom­in til síns heima og skaðaðist ekki af. Fyr­ir­tækið sé ánægt með það og hún og henn­ar fjöl­skylda hafi nú þegar fengið þrjá flug­miða í bæt­ur fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka