Borgarstjóri endurtekur leikinn

Listamenn frá mörgum löndum komu fram á Hinsegin dögum í …
Listamenn frá mörgum löndum komu fram á Hinsegin dögum í Reykjavík í fyrra. mbl.is

Miðað við áhugann á undanförnum árum gæti farið svo að allt að fjórðungur Íslendinga fylgdist með hinni glæsilegu gleðigöngu á Hinsegin dögum.

Klukkan 14 stundvíslega leggur hin gríðarvinsæla ganga af stað frá Læknagörðum nýja leið um Vatnsmýrarveg, Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og Lækjargötu.

Í Morgunblaðinu í dag segir, að gleðigangan sé ótvíræður hápunktur Hinsegin daga og í ár verði 36 vel skreytt atriði í göngunni en sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að reka lestina með áður óséðum glæsibrag.

Það hefur einnig fengist staðfest að borgarstjóri ætli að endurtaka leikinn frá því í fyrra en hvort það verður herra eða frú Gnarr eða bara einhver allt annar sem heiðrar gönguna með nærveru sinni fékkst ekki staðfest.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert