Breytt áætlun Strætó

Strætó
Strætó mbl.is / Hjörtur

Talsverðar breytingar verða á akstri Strætó laugardaginn 6. ágúst vegna gleðigöngu Hinsegin daga og hátíðarhalda í miðborginni.

Gleðigangan fær annan svip en hingað til. Hún hefst við Vatnsmýrarveg og gengið verður norður Sóleyjargötu, eftir Fríkirkjuvegi og Lækjargötu og framhjá Arnarhóli þar sem útitónleikar verða að lokinni göngu. Því þarf að breyta akstursleiðum og loka nokkrum stoppistöðvum á meðan á hátíðarhöldunum stendur.
 
Alls breytist akstur á níu akstursleiðum. Leiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 13 aka frá Hlemmi, norður Snorrabraut – Sæbraut – Grettisgötu – Mýrargötu – Ánanaust – Hringbraut og inn á sínar leiðir og sömu leið til baka. Leið 14 ekur frá Hlemmi í átt að Granda suður Snorrabraut – Hringbraut - Ánanaust að Granda og sömu leið til baka. Leiðir 15 og 19 aka um nýju Hringbraut í báðar áttir eftir klukkan 12:00. Gert er ráð fyrir að opnun gatna verði í fyrsta lagi klukkan 20:00. Að öðru leyti verður akstur strætisvagna samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun. Ítarlegar upplýsingar um breytingar á akstri Strætó má finna á vef Strætó.

Eins og undanfarin ár er búist við miklum fjölda fólks í miðborginni á meðan á hátíðarhöldunum stendur. Strætó hvetur því sem flesta til að nýta sér almenningssamgöngur til að komast til og frá svæðinu og stuðla þannig að því að draga úr umferðarálagi í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert