Endum rúntinn heima

Sniglarnir hvetja til varkárni í umferðinni.
Sniglarnir hvetja til varkárni í umferðinni. hag / Haraldur Guðjónsson


Sniglar í samstarfi við Vegagerðina og Umferðarstofu hafa reist sex skilti við þjóðveginn með áletruninni „Endum rúntinn heima“. Ætlunin er að ná til bifhjólafólks á ferðinni og hvetja til nærgætni og heilbrigðrar skynsemi við akstur bifhjóla um þjóðvegi landsins.

Skiltin eru á tveimur stöðum á landinu, við borgarmörkin eða nánar tiltekið við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Reykjanesbraut, Þingvallaveg og einnig við Akureyri á leiðinni út úr bænum í suður og austur.

Skiltin eru fyrsti hluti verkefnisins „Endum rúntinn heima“. Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglar vinna að forvörnum og hagsmunamálum bifhjólafólks.

Sniglarnir minna á að undirskriftasöfnun sem stendur yfir á heimasíðu samtakanna vegna nýrra umferðarlaga.


Heimasíða Sniglanna 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert