Fjórtán ára stúlka skilin eftir

Ofbókað var í vél Iceland Express.
Ofbókað var í vél Iceland Express.

Fjór­tán ára stúlka fékk ekki að fara með flug­vél Ice­land Express frá Bil­l­und til Íslands þar sem vél­in var yf­ir­bókuð. Ekki var leitað eft­ir sjálf­boðaliðum, líkt og regl­ur gera ráð fyr­ir.

Stúlk­an, í sam­floti við ókunn­ug­an mann í sömu spor­um, þurfti að gera sér að góðu langt ferðalag til Íslands, með viðkomu í Kaup­manna­höfn og Gauta­borg. Alls tók ferð stúlk­unn­ar, sem var pen­inga­laus enda ekki búin und­ir langt ferðalag, um sól­ar­hring.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir móðir stúlk­unn­ar að henni hafi  verið boðnar bæt­ur í formi frírra flug­ferða. Hún treyst­ir sér hins veg­ar ekki til þess að senda dótt­ur sína eina með vél­um fé­lags­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka