Hundruð mála í athugun

Sterkar vísbendingar eru um að svört atvinnustarfsemi sé vaxandi.
Sterkar vísbendingar eru um að svört atvinnustarfsemi sé vaxandi. mbl.is/Ómar

Mörg hundruð mál eru til skoðunar hjá ríkisskattstjóra í kjölfar þess að ríkisskattstjóri, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hófu sameiginlegt átak gegn svartri atvinnustarfsemi.

Átakið hófst 15. júní sl. „Við erum búnir að skoða á annað þúsund fyrirtækja og hjá allt upp undir þriðjungi fyrirtækja er eitthvað sem má betur fara en ekki þar með sagt að allt sé alvarlegt,“ segir Jóhann G. Ásgrímsson hjá ríkisskattstjóra, sem er verkefnisstjóri átaksins, í Morgunblaðinu í dag. „Ef við sjáum óyggjandi sannanir um skattalagabrot þá fara þau í rannsókn.“

Eftir sé að leggja mat á slíkt en oft sé svarið að fólk sé nýbyrjað í vinnu þegar vinnustaðir séu heimsóttir. Því eigi eftir að bera saman kennitölur við þær staðgreiðsluskýrslur sem skilað er inn eftir heimsókn. Jóhann segir of mikið af fólki sem er ekki á staðgreiðsluskrá, sem bendi til að svört vinna sé vaxandi vandamál. Sterkar vísbendingar séu um að sú sé raunin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert