Hundruð mála í athugun

Sterkar vísbendingar eru um að svört atvinnustarfsemi sé vaxandi.
Sterkar vísbendingar eru um að svört atvinnustarfsemi sé vaxandi. mbl.is/Ómar

Mörg hundruð mál eru til skoðunar hjá rík­is­skatt­stjóra í kjöl­far þess að rík­is­skatt­stjóri, Alþýðusam­band Íslands og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hófu sam­eig­in­legt átak gegn svartri at­vinnu­starf­semi.

Átakið hófst 15. júní sl. „Við erum bún­ir að skoða á annað þúsund fyr­ir­tækja og hjá allt upp und­ir þriðjungi fyr­ir­tækja er eitt­hvað sem má bet­ur fara en ekki þar með sagt að allt sé al­var­legt,“ seg­ir Jó­hann G. Ásgríms­son hjá rík­is­skatt­stjóra, sem er verk­efn­is­stjóri átaks­ins, í Morg­un­blaðinu í dag. „Ef við sjá­um óyggj­andi sann­an­ir um skatta­laga­brot þá fara þau í rann­sókn.“

Eft­ir sé að leggja mat á slíkt en oft sé svarið að fólk sé ný­byrjað í vinnu þegar vinnustaðir séu heim­sótt­ir. Því eigi eft­ir að bera sam­an kenni­töl­ur við þær staðgreiðslu­skýrsl­ur sem skilað er inn eft­ir heim­sókn. Jó­hann seg­ir of mikið af fólki sem er ekki á staðgreiðslu­skrá, sem bendi til að svört vinna sé vax­andi vanda­mál. Sterk­ar vís­bend­ing­ar séu um að sú sé raun­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert