Flugóhapp á Ísafjarðarflugvelli

Flugvélin er mikið skemmd.
Flugvélin er mikið skemmd. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Lítilli einkaflugvél hlekktist á þegar hún ætlaði að fara að taka á loft frá Ísafjarðarflugvelli í kvöld. Engin slys urðu á fólki, en vélin er mikið skemmd.

Tveir fullorðnir og eitt barn voru í vélinni, en þau sluppu öll ómeidd. Flugvélin liggur núna á jaðri flugbrautarinnar. Talið er að vindhviða hafi hvolft vélinni þegar hún var að taka á loft, en rannsókn á slysinu er ekki lokið.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu, en þegar ljóst var að enginn hefði slasast var tilkynningin afturkölluð.

Rannsóknarnefnd flugslysa og lögreglan á Ísafirði rannsaka tildrög óhappsins.

Leiðrétt (05/08 10:00): Flugvélin var ekki í flugtaki þegar óhappið átti sér stað, líkt og greint var frá í fyrstu. Hið rétta er að hún stóð enn á flugvallarplani við flugstöð og var ekki komin út á flugbraut. Leiðréttist það hér með.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert