Telja að kæra hefði átt málið

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga tók fyrir á fundi í gærkvöldi bréf
sem 14 félagsmenn stéttarfélaga víðsvegar af landinu skrifa undir. Í
bréfinu kemur fram hörð gagnrýni á afgreiðslu framkvæmdarstjórnar
Starfsgreinasambands Íslands (SGS) á starfslokum fyrrum framkvæmdarstjóra sambandsins.

En á framkvæmdarstjórnarfundi SGS þann 4. júlí s.l. samþykkti meirihluti framkvæmdarstjórnarmanna að gerður yrði starfslokasamningur við framkvæmdastjórann fyrrverandi þrátt fyrir að í skýrslu óháðra matsaðila hafi komið fram ærin ástæða til að kæra málið til lögreglu, segir á vef verkalýðsfélagsins.

„Stjórn Verk Vest lýsir yfir fullum stuðningi við bréfið og hvetur þau sem undir það rita til að halda kyndli sannleikans áfram á lofti.  Þess má geta að formaður Verk Vest ásamt formönnum Bárunnar á Selfossi, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík greiddu atkvæði á móti tillögu um að gerður yrði starfslokasamningur við framkvæmdastjórann fyrrverandi. Umræddur starfslokasamningur kostar SGS átt í 9 milljónir króna þrátt fyrir að skýrslur óháðra matsaðila hafa sýnt fram á mjög alvarlega bort framkvæmdarstjórans í starfi fyrir SGS," segir á vef Verkalýðsfélags Vestfirðinga.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert